top of page
Search
Writer's pictureChristopher Lund

Er gests augað glöggt?

Í mínu starfi sem ljósmyndagæd hitti ég mikið af erlendum gestum. Almennt alveg úrvals fólk. Flest þeirra eiga það sameiginlegt að hafa verið með Ísland á sínum “bucket list” lengi og eru loks komin til bera dýrðina augum.  En þau eiga það líka flest sameiginlegt að sjá einungis tilgang í því að ljósmynda það sem er búið að ljósmynda; þ.e.a.s. hin klassísku íslensku landslagsmótív. Gott og vel, klassíkin stendur alltaf fyrir sínu. En jaðarinn höfðar sterkar til mín. 

Ég var staddur á Grundó um daginn. Helvítis tussa í veðrinu (afskakið frönskuna mína). Engin sólarupprás og ekkert sólsetur. Aðallega rigning og rok. Mest þó við hið fræga Kirkjufell. Kúnnarnir voru heldur svekktir að fá ekki rjómann sem þeir hafa séð á Instagram. Skil þá svo sem vel, fúlt að koma alla þessa leið og fá bara rigningu og gráma. 

En þegar ég parkeraði Sprinternum baka til við Hótel Framnes sá ég fullt af mótívum! Það var hætt að rigna og ljósið í blámanum mjúkt og fínt. Ég benti kúnnunum mínum spenntur á dýrðina en fékk bara spurningarmerki í andlitum þeirra. “Ekkert mál, ég fer þá bara einn í þennan konfektkassa”– hugsaði ég.


Daginn eftir sýndi ég þeim myndirnar. Svona dót höfðar auðvitað ekki til allra, en þrír úr hópnum fóru á sömu slóðir þann daginn og virtust skemmta sér vel. Og ég er ekki frá því að hinir hafi líka farið að horfa meira í kringum sig á þeim stöðum sem við höfum heimsótt síðan. 


Ljósmyndun er nefnilega svo frábær. Það eru engar reglur. Eða jú – bara ein. Taktu myndir af því sem þig langar. Hvað öðrum finnst skiptir engu máli. Ef maður deilir því af ástríðu er útkoman alltaf þess virði.

43 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page