top of page
Search
Writer's pictureChristopher Lund

Welcome to Vík



Ég er að gæda. Stundum held ég að Ingó veðurguð hati mig. Túrinn hófst í stormi, svo miklum stormi að ég þurfti að leggja af stað kl 6.00 úr bænum til að vera viss um að komast fyrsta legg ferðarinnar. Það er nefnilega ekkert grín að að aka í gegnum 35 m/s hviður á seglskútinni Sprinter. Það hafðist að vera á undan versta veðrinu. Við vorum mætt kl 9.00 í morgunmat á Hótel Lunda (hæfir vel). Svo kom stormurinn með tilheyrandi rok og rigningu. 



Það stytti aðeins upp seinnipartinn, en rokið var enn svo mikið að ekki var á það hættandi að aka yfir í Reynisfjöru. Svo ég stakk upp á því að taka röltið um “downtown” Vík. Ekki miklar undirtektir frá hópnum, en ég ákvað að fara bara einn. Held ég hafi aldrei skoðað Vík almennilega. Hér er mikið af alls konar góðgæti. 



Planes, trains and automobiles kom upp í hugann – mínus trains reyndar. Á þessu klukkutíma rölti mínu fann ég alls konar mótív. Kannski ekki alveg draumamótív fyrir landslagsljósmyndara frá útlöndum, en fínasta fínt fyrir hálfnorskan skógarkött eins og mig. 



Hér má finna drauma-gistihús, flugvélaflak, bátshús, gamla herjeppa, rauða kerru og auðvitað hina frægu Víkurkirkju. Þar var reyndar varla stætt. Samt komu reglulega Dacia Dusterar akandi upp að kirkju og ferðamennirnir fuku nánast út úr þeim með bros á vör. Það er nefnilega upplifun að reyna að standa í alvöru suðaustan!



Og það er upplifun að vera aðeins kyrrsettur í plássinu í stað þess að æða burt í landslagið. Á þessu rölti mínu sá ég alls konar fegurð. Ég tengdi á e-h fallegan hátt við allt þetta dót og öll skrítnu Guesthouse-skiltin.


Pentaxinn 645Z og fasta 75mm linsan. Enginn þrífótur, ekkert vesen, bara ganga um og reyna að fanga sálina í plássinu. Þessi vél er fjandi mögnuð. Gömlu lisnurnar hafa líka skemmtilegan karakter. Það er e-h galdur í þessu. Kannski er ég bara að ímynda mér það. En mér er slétt sama.



Endum þessa samhengislausu hugleiðingu á bakenda Víkurkirkju. Góðar stundir.

57 views0 comments

Recent Posts

See All

Comments


bottom of page